Upplestur

Hér er ljóð Charles Kingsleys Young and Old (Ungur og aldinn) úr skáldsögunni The Waterbabes. Flytjandi er „Tom O´Bedlam“ (dulnefni) sem hefur það að iðju að lesa fræg ljóð á Youtube. Og gerir það öðrum mönnum betur.

Colin Farrell er heitasta Hollywoodstjarna Íra. Hér les hann eitt af fjölmörgum ástarljóðum Yeats til Maud Gonne: When You Are Old (Í elli). Hreimurinn er frá Norður Dyflinni.

Þetta er mesti dýrgripurinn. William Bultler Yeats les hér sjálfur sitt frægasta ljóð og mesta uppáhald Íra, The Lake Isle of Innisfree (Eyjan Innisfree). Svona á að lesa ljóð, hægt og taktfast með áherslu á rímið. Lánsamir eru Írar að eiga þessa upptöku. Hugsið ykkur að geta heyrt í Jónasi: „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum…“

Hér les Shane McGowen ljóð Yeats An Irish Airman Forsees his Death ( Írskur flugmaður sér fyrir dauða sinn).  Vel við hæfi að þjóðskáld þylji þjóðskáld.  McGowen er eins og Megas: Meira skáld en skáldin. Fairytale in New York er Innisfree okkar tíma.

Enski leikarinn Alan Bates les hér frægasta ljóð Robert Frosts, The Road Not Taken (Sá vegur sem ekki var farinn). Vel flutt og lokahnykkurinn áhrifamikill: „And that has made all the difference.“

Hér les „Tom O´Bedlam“ frægustu sonnetu 20. aldar, Leda and the Swan (Leda og svanurinn) eftir William Bulter Yeats.

„Tom O´Bedlam“ flytur hér ljóð William Butler Yeats Mad as the Mist and Snow (Galið sem gaddur og fönn). Þetta les enginn betur.

Þetta er flott. Neil Wood með fjórar útgáfur af This Be the Verse (Svo verði vers) eftir Philip Larkin.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s