Tónlist

Hér er falleg útgáfa Evu Cassidy af ástarljóði skoska þjóðskáldsins Robert Burns: My Love is Like a Red Red Rose (Mín ást er eins og rauð rauð rós). Lagið er skoskt þjóðlag. Eva var bandarísk, en rakti ættir sínar til Skotlands.

Hér er ægifagurt ástarljóð eftir írska skáldið Thomas Moore, sem hann orti til konu sinnar Elizabeth: Believe Me if All Those Endearing Young Charms (Ó trúðu því, vina, þótt æska þín öll). Sá sem syngur er frægasti stórtenór Íra, John McCormack. Lagið er írskt þjóðlag.

Down by the Salley Gardens (Í grænum viðigörðum) er í grunninn írsk þjóðvísa sem William Butler Yeats umorti og gerði að sinni. Hér syngur írski kvæðamaðurinn Tomás Mac Eoin við undirleik The Waterboys. Þeir sýslungar eiga það til að starfa saman og taka þá gjarnan Yeats.

Hér syngja The Waterboys ástarljóð Yeats til Maud Gonne, White Birds (Mávar). Að vísu breyta þeir ljóðinu all nokkuð, sleppa síðasta erindinu og bæta við texta úr leikriti Yeats The Shadowy Waters. Lagið er eftir Mike Scott, sem einnig syngur.

Hér er það skoski trúbadúrinn Donovan sem flytur eigið lag við ljóð William Butler Yeats The Song of Wandering Aengus (Söngur víðförla Angusar).

The Waterboys flytja hér lag sitt við ljóð Yeats Before the World Was Made (Áður en veröld var). Lagið samdi Mike Scott. Hann syngur hér ásamt Katie Kim.

Þetta þekkja margir: Snillingurinn Johny Cash að syngja Danny Boy. Ljóðið er eftir hinn enska Frederic Weatherly, en lagið er írskt þjóðlag.

Þetta er írsk gersemi: Luke Kelly og The Dubliners syngja Raglan Road eftir Patrick Kavanagh. Lagið er írskt þjóðlag.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s