Í Tötraskógi er bók með góðum ljóðum þýddum úr ensku. Þetta eru ljóð sem hjartfólgin eru alþýðu Írlands og nálægra landa. Ljóð sem menn þar muna, kunna, kveða og jafnvel syngja. Í bókinni er kafli þar sem gerð er grein fyrir þeim ljóðum hennar sem þekktust eru sem sönglög. Einnig eru nótur við fmm ljóðanna. Þýðandinn er Andrés Eiríksson, sem búið hefur í Dyflinni í nær 30 ár, starfað þar sem sagnfræðingur, kennari og íþróttafulltrúi.
Í bókinni eru líka stuttir kaflar um skáldin. Þetta eru góðskáld, stórskáld og sum þjóðskáld, núna öll víðfræg en sum vanmetin um sína tíð. Öll eru skáldin löngu dauð eins og góðra skálda er gjarnan siður nú til dags. Þetta eru 27 skáld: átta írsk, eitt bandarískt og hin ensk, velsk og skosk. Mest rúm fær þó írska þjóðskáldið William Butler Yeats, mesta og ástsælasta ljóðskáld Íra. Þetta eru skáldin:
- W. H. Auden
- William Blake
- Robert Browning
- Robert Burns
- George Gordon Byron
- Austin Clarke
- William Henry Davies
- Walter de la Mare
- Robert Frost
- Oliver St. John Gogarty
- Oliver Goldsmith
- A. E. Housman
- Leigh Hunt
- Patrick Kavanagh
- John Keats
- Charles Kingsley
- Philip Larkin
- Thomas Moore
- Percy Bysshe Shelley
- Robert Louis Stevenson
- John Millington Synge
- Alfred Tennyson
- Edward Thomas
- Frederic Weatherly
- Oscar Wilde
- William Wordsworth
- William Butler Yeats
Það væri kurteisi ef þýðanda væri getið einhversstaðar á vefsíðunum, hann er í það minnsta ekki áberandi.
Vilhj.
Já satt hjá þér, við gleymdum að geta þýðandans. Nú er úr því bætt.
Hæ. Get ég fengið að sjá sýnishorn af þýðingunum áður en ég ákveð hvort ég kaupi bókina? Ég vil gjarnan vita hvort þær samræmast mínum íslenska smekk.
Þessi síða inniheldur þýðingar á 8 ljóðum sem eru í bókinni. Aukin heldur 5 nýjar þýðingar. Þær ættu að gefa nokkra hugmynd um efni bókarinnar og nálgun þýðandans.